Námssjóður FHA

Umsóknareyðublað

Námssjóður FHA styrkir félagsmenn í minna en 50% stöðugildi til að sækja ýmis námskeið.  Styrkhæf námskeið eru:

  • Innritunargjöld í háskóla.
  • Námskeiðsgjöld sem aðrir sjóðir styrkja ekki.
  • Námskeiðsgjöld ef réttur til styrks í BHM hefur verið nýttur að fullu.
  • Ráðstefnugjöld ef réttur til styrks í BHM hefur verið nýttur að fullu.

Sjóðurinn greiðir ekki styrki til líkamsræktar.  Styrkupphæð hvers félagsmanns getur numið allt að 80% af heildarkostnaði námskeiðs en verður aldrei hærri en kr. 20.000 með eftirfarandi skilyrðum:

  • Hver félagsmaður fær ekki úthlutað meira en hámarksfjárhæð á hverju almanaksári (1. janúar - 31. desember).
  • Ef ekki er nægt fé í sjóðnum til að afgreiða umsókn, verður slík umsókn sett í forgang á næsta ári.

Umsóknir skulu berast til gjaldkera (Guðmundar Óskarssonar, gko@unak.is) og metur stjórn félagsins allar umsóknir.  Með umsókninni þarf að fylgja frumrit af greiðslukvittun fyrir það námskeið sem sótt er um styrk til.  Hægt er að sækja um styrk fyrir námskeið allt að einu ári aftur í tímann miðað við dagsetningu reiknings.