Kaup og kjör

Félag háskólakennara á Akureyri hefur sinn eigin samningsrétt í öllum málin en hins vegar semur BHM um sameiginleg réttindamál fyrir hönd allra aðildarfélaga innan BHM - eftir umboði sem veitt er hverju sinni.  Slík mál eru gjarnan unnin í samráði eða samstarfi við önnur samtök launafólks.

Viðsemjandi FHA er fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs eða samninganefnd ríkisins.  Kjararannsóknarnefnd opinberra starfsmanna (KOS) annast kjararannsóknir og aðra upplýsingaöflun vegna kjarasamninga.