Starfsmenntasjóður BHM

Umsóknum og fylgigögnum er skilað rafrænt inni á heimasíðu Bandalags háskólamanna undir mínum síðum.

Félagar í FHA eiga rétt á styrk úr Starfsmenntasjóði Bandalags háskólamanna.  Forsenda styrks er að viðkomandi félagsmaður hafi greitt félagsgjöld í a.m.k. 6 mánuði samfellt (a.m.k.  660kr á mánuði til þess að eiga rétt á fullum styrk úr sjóðnum).  Réttindi safnast ekki fyrir í sjóðnum og það að hafa aldrei sótt um kemur sjóðsfélaga ekki til góða nema ef sjóðurinn er rýr en þá njóta þeir forgangs sem aldrei hafa fengið úthlutað áður.

Markmið Starfsmenntasjóðs Bandalags háskólamanna (STRIB) er að tryggja fjárhagslegan grundvöll símenntunar og endurhæfingarnáms sem tengist starfi eða fagsviði félagsmanna BHM.

Helstu upplýsingar um styrkinn:

 • Hámarksstyrkur er kr. 100.000 á tveggja ára tímibili, talið frá fyrsta greiðsludegi.
 • Starfsmenn sjóðsins afgreiða umsóknir samkvæmt úthlutunarreglum og eru niðurstöður tilkynntar í tölvupósti.
 • Öllum umsækjendum er svarað.
 • Allir umsækjendur fá sendur upplýsingar um hvaða gögn þurfa að berast sjóðnum til að styrkur fáist greiddur út. 
 • Styrkur er greiddur út að minnsta kosti einu sinni í mánuði en að jafnaði greiddur út vikulega, á föstudögum.
 • Loforð um styrkveitingu fellur úr gildi 12 mánuðum frá dagsetningu tilkynningar um styrkveitingu ef tilskilin gögn hafa ekki borist sjóðnum innan þess tíma.
 • Hægt er að sækja um styrk vegna verkefna innanlands sem utan.
 • Hægt er að sækja um styrk vegna ferða á ráðstefnur og námskeið.
 • Hægt er að sækja um styrk vegna hótels- og gistikostnaðar, námsgjaldakostnaðar vegna námskeiða og hluta af símaskostnaði vegna fjarnáms.
 • Launatap er ekki bætt úr sjóðnum.
 • Styrkir úr sjóðnum eru framtalskyldir en ekki staðgreiðsluskyldir.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu sjóðsins.