Orlofssjóður BHM

Félagar í FHA eiga aðild að orlofssjóði BHM (OBHM).  Sjóðurinn á 47 orlofshúseignir víða um land en einnig leigir sjóðurinn eignir af öðrum aðilum.  Um 30 orlofshúseignir sjóðsins eru í heilsársnotkun.  Í boði eru orlofskostir innanlands og erlendis, sumarleiga og vetrarleiga.  Einnig er hægt að kaupa hjá OBHM svokallaða hótelmiða en það er í raun niðurgreidd gisting á hótelum sumar og vetur.

Skrifstofa sjóðsins er að Borgartúni 6, 105 Reykjavík og er síminn þar 581-2090.  Einnig er hægt að senda fyrirspurnir til sjóðsins á netfangið obhm@bhm.is.  Nánari upplýsingar um Orlofssjóð BHM er að finna hér.