Stigamat annarra starfsmanna

Stigamat annarra starfsmanna - SKREF

Stjórnsýslu-, þjónustu- og sérfræðistörf sem ekki er ráðið í á grundvelli akademísks hæfis eru metin til stiga samkvæmt stigamati annarra starfsmanna.  Núgildandi starfsmatskerfi heitir SKREF.  Við röðun starfa samkvæmt starfsmati er miðað við að um sé að ræða viðvarandi/stöðugt verksvið.  Því til viðbótar koma persónubundnir þættir sem metnir eru í hæfnismati og ráðast af þeim einstaklingum sem gegna starfinu hverju sinni.  Frá og með 1. janúar 2007 skal röðun þó aldrei vera lægri en í L051.  Til viðbótar starfsmati eru veitt stig vegna þekkingar og reynslu starfsmanns umfram það sem starfið krefst.  Þessir þættir eru metnir í hæfnismati.  Áunnin stig úr ársmati koma til uppsöfnunar í hæfnismati ár hvert.