Styrktarsjóður BHM

Starfsmenn ríkisins, sveitarfélaga og sjálfseignastofnana eiga aðild að Styrktarsjóði BHM.  Sjóðnum er ætlað að styrkja aðildarfélaga fjárhagslega ef til ólaunaðra fjarveru kemur vegna veikinda eða annarra persónulegra aðstæðna.  Rétt í Styrktarsjóði eiga félagsmenn aðildarfélaga BHM sem greitt hefur verið fyrir styrktarsjóðsframlag í samtals 6 mánuði og þar af samfellda 3 mánuði áður en atburður sem leiðir til styrkumsóknar átti sér stað. Sjóðurinn styrkir einnig ýmiss konar heilbrigðisþjónustu eða óvænt áföll aðildarfélaga.  Styrktarsjóðurinn hefur tekið að sér hlutverk Fjölskyldu- og styrktarsjóðs BHM að greiða fæðingarstyrki.  Fæðingarstyrkir eru eingreiðsla upp á kr.  215.000 vegna fæðingar barns (miðað við 100% starfshlutfall).

Umsóknum er skilað inn á Mínum síðum. Senda ber inn rafræna umsókn um styrk fyrir 10. hvers mánaðar og eru umsóknir afgreiddar einu sinni í mánuði.  Allir styrkir eru greiddir út 25. hvers mánaðar eða næsta virkan dag ef um er að ræða laugardag eða sunnudag.  Hægt er að sækja um styrki á grundvelli allt að árs gamalla reikninga og er þá miðað við dagsetningu á móttöku umsókna.  Fylgigögnum skal skilað inn með rafrænum hætti í gegnum Mínar síður. Nánar um Styrktarsjóð BHM er að finna hér.