Eyðublað fyrir stigamat kennara
Um stigamat kennara
Árlega eiga aðjúnktar, lektorar og dósentar Háskólans að skila inn umsókn vegna stiga mats fyrir 1. mars. Undirrita á umsóknir og senda til stjórnsýslu rannsókna, Sædís Gunnarsdóttir, RHA, en einnig þarf að senda umsóknina á tölvutækuformi til rannsoknir@unak.is. Þau rit- og hugverk sem meta á til stigamats eiga að fylgja með umsókninni.
Ef þetta er í fyrsta skipti sem viðkomandi sendir inn stigamat til stjórnsýslu rannsókna er nauðsynlegt að senda inn upplýsingar fyrir svokallað grunnmat, sem felur í sér upplýsingar frá upphafi starfsferils.
Niðurstöður stigamats geta haft áhrif á uppröðun í launarima og rannsóknaálag en einnig er vert að hafa í huga að umsóknin í stigamat er jafnframt umsókn í vinnumatssjóð.
Hugsanlegar launabreytingar taka gildi frá 1. september ár hvert. Nánari upplýsingar eru veitir Sædís Gunnarsdóttir, verkefnastjóri stjórnsýslurannsókna.