21.04.2023
Nýr kjarasamningur til eins árs hefur verið undirritaður og samþykktur af félagsmönnum. 62% félagsmanna tóku þátt í kosningu um breytingar og framlengingu á kjarasamningu. 115 félagsmenn samþykktu og 4 félagsmenn samþykktu ekki kjarasamninginn. Kjarasamningurinn gildir frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024. Útborgun launa 1. maí taka mið af nýjum kjarasamningi.
21.11.2022
Haldinn verður opinn félagsfundur vegna kjarasamninga 2023. Fundurinn verður haldinn í stofu N102 þriðjudaginn 22. nóv. kl. 12:00 en einnig verður hægt að vera með í streymi. Boðið verður upp á léttar veitingar og til að áætla fjölda þá vinsamlegast látið vita af þátttöku á netfangið hjordis@unak.is
Með von um góða þátttöku og spjall.
14.05.2022
Aðalfundur FHA verður haldinn 18. maí 2022 kl. 15 í stofu N102. Á dagskrá eru venjubundin aðalfundarstörf.
15.01.2020
Kjarasamingurinn samþykktur. Atkvæði greiddu 97 af 152 eða 64%. Já sögðu 94 (97%) og nei sögðu 3 (3%)
09.01.2020
Kjarasamningur Félags háskólakennara á Akureyri 1. apríl 2019 - 31. mars 2023. Kjarasamninginn má finna hér. Kynningu á kjarasamningnum má finna hér.
05.01.2020
Félag háskólakennara á Akureyri og samninganefnd ríkisins hafa undritað kjarasamning með gildistímann frá 1. apríl 2019 til 31. Mars 2023. Nánari upplýsinga munu berast eftir helgina en gert er ráð fyrir að kynningabundur verði haldinn á fimmduag eða föstudag. Atkvæðagreiðsla um samninginn mun fara fram strax í kjölfarið af kynningunni.
10.05.2019
Aðalfundur FHA verður haldinn mánudaginn 13. maí kl. 16:15 í stofu M203. í stofu M203.
Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf.
Að fundi loknum verður boðið upp á léttar veitingar